top of page
 • Writer's pictureKristinn Guðmundsson

Vestfirsku Alparnir

Updated: Jul 17, 2021


Samkvæmt wikipediu þá eru Vestfirsku Alparnir "skagi og fjallgarður milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar sunnan frá Þingeyri" og við Janus Bragi fórum svo sannarlega að skoða Vestfirsku Alpana.

Ég ætlaði okkur þó um of.

Mig langaði mikið til að komast alla leið á toppinn á Vestfirsku Ölpunum, en við festumst víst á hrygg milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og fengum okkur í gogginn þar.

Á matseðlinum í dag eru bláskeljar, hráefni sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ekki bara vegna bragðsins heldur er hún, undir öllum venjulegum kringustæðum, kolefnishlutlaus. Í Belgíu er þetta ódýrt hráefni sem fæst nánast alltaf, yndislega auðvelt að elda og enn yndislegra á bragðið! Boðið fram með nýbökuðu brauði eða heimagerðum Belgískum (djúpsteiktum) kartöflum og heimagerðu Mæjónesi.


Linkur á þátt: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/sod-i-dyrafirdi/31692/9e7k63

Uppskrift

 • 750 gr fersk bláskel (fyrir tvo)

 • Hellingur af steinselju

 • 1 stk laukur

 • 3 hvítlauksrif

 • 1 lítill fennikka

 • Smjör / olía til steikingar

 • 330 ml bjór


Aðferð

 • Byrjið á að setja skeljarnar í skál með köldu vatni í svona 30-60 min Þær byrja þá að spýta út úr sér sandi og öðrum óþverra sem er vont undir tönn.

 • Saxið laukinn smátt

 • Skera fennikkuna í skífur

 • Saxa þrjá hvítlauksgeira

 • Saxið steinselju

 • Steikið laukinn og fennikkuna í olíu / smjöri

 • Setjið svo hvítlaukinn út í Steikið í smá stund

 • Loks setjið þið skeljarnar út í og steikið og hrærið í

 • Bjórinn heltur út í og lokinu skellt á þangað til að skeljarnar opnast

 • Þá er hægt að bera skeljarnar fram með geggjuðu brauði eða Belgískum kartöflum

Comments


bottom of page