top of page
  • Writer's pictureKristinn Guðmundsson

Eru kartöflukoddar fyrsta deits matur?

Updated: Jun 30, 2021


Kæra fólk

Þáttaröðin fer að skella á eða er skollin á, skiptir ekki því það er Þvílík spenna í mér!

Í þetta skipti verður lítið um mömmumat en mikið um hlátrarsköll og vitleysu því Janus Bragi (tökumaður og vinur) er með í för. Við Janus Bragi förum í hlutverkaleikinn '100% túristar': við villumst, keyrum um á hvítum Döster, verðum skammaðir fyrir að leggja á miðjum veginum meðan við tökum myndir, þetta allt og meira til.


Við hefjum leik á Þingeyri og keyrum alla leið að hál-vitanum á Svalvogum. Suðarinn, ég, eldar kartöflukodda (gnocchi) steikta í Salvíu olíu. Ætli það sé góður réttur fyrir fyrsta deit? Við ræðum það í þættinum.


Linkur á þátt: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/sod-i-dyrafirdi/31692/9e7k61



Uppskrift


Kartöflukoddar

  • Þrjár bakaðar kartöflur

  • Ein eggjarauða

  • Ein og hálf teskeið salt

  • Sirka 200gr hveiti

Aðferð

  • Vatn og salt í pott og sjóðið

  • Stappið kartöflurnar (það er gott að nota svona kartöflupressugræju)

  • Brjótið eggið og nælið ykkur í eggjarauðu og smellið út í kartöflurnar

  • Blandið saman og saltið

  • Smátt og smátt er blandið þið hveiti út í þar til að það er orðið eins og marsípan

  • Rúllið út kartöflukoddapulsu og skerið niður í litla sæta kodda

  • Setjið svo í sjóðandi vatn þar til koddarnir fljóta í vatninu

Sjáumst í næsta þætti á RÚV

Salvíu "sósa"

  • Einn laukur

  • Þrjú rif hvítlaukur

  • Gott búnt af Salvíu

  • Góð Ólívuolía

  • Ein sítróna og sítrónubörkur

Aðferð

  • Hitið Ólívuolíu á pönnu

  • Saxið lauk og mýkið á pönnunni

  • Saxið svo hvítlauk og hendið út á pönnuna

  • Rífið svo gróflega Salvíu út á pönnuna

  • Loks er gott að skvetta smá sítrónusafa og rífa börkinn af sítrónu

  • Þegar kartöflukoddarnir fljóta veiðið þá uppúr vatninu og skellið á pönnuna og steikið með

  • Svo er bara að njóta, til dæmis með Harra (ostur frá Erpstöðum)







Comments


bottom of page