top of page
  • Suðarinn

Fyrsti þáttur Soð

Þýskaland, 10 Mars 2017.

Eða ég er að reyna koma mér stemninguna sem var 10. Mars 2017. Stemningin er, performance residensía í Hamborg, ókunnug borg, ókunnugt verk en með fólki sem ég dýrka og dái þannig ég var vafinn í bómul. Samt var ég með hjartað í buxunum útaf þessum ónefnda þætti sem voru fljótlega að fara í loftið.

Við Sigurður Arent bjuggum saman í íbúð í Hamborg ásamt konu hans Hallgerði Hallgrímsdóttur og eitt kvöldið þegar við Siggi komum af æfingu sýndi ég þeim fyrsta þáttinn. Ég var með hjartað í nýranu og lungun í öxlinni og heilann í rassgatinu og þar fram eftir götunum. Eftir að þau gáfu grænt ljós á þáttinn þá þurfti ég að spurja hvað ég ætti nú að nefna þáttinn? Þá svaraði Hallgerður án þess að hugsa sig um "Afhverju ekki Soð? Soð er jú eitt fyrsta orðið í þáttunum sem ég klúðraði, þökkum Guði að það hafi nú ekki verið peter seilie.


Grísavangar

Hægt er að skipta út grísavöngum fyrir gott nautagúllas


Innihald

- 2 stórir laukar

- 1 msk Malt edik (eða epla edik)

- 800gr Grísavangar / nautagúllas

- Pipar & Salt

- 2 msk Sinnep

- 6 geirar Hvítlaukur

- 2 msk Timian

- 2 brauðsneiðar

- 1 ltr gott kjötsoð

- 2 33cl dökkur bjór

- 2 lárviðarlauf


Aðferð

- Skerið laukinn gróft niður

- Flysjið hvítlaukinn skerið smátt (því smærra sem þú skerð hvítlaukinn því sterkari verður hann)

- Skerið kjötið í sirka 4-7cm teninga

- Steikið kjötið á mjög háum hita náið góðum lit

- Setjið kjötið til hliðar

- Steikið laukinn þar til hann verður gullinn brúnn og sveittur

- Bætið við hvítlauknum steikið í stutta stund

- 1tr af Soði

- Smyrja brauðið með dijon og bætið út í soðið

- Náð upp suðu

- Timían og lárviðarlauf sett í pottinn

- Þegar Suðan er komin upp þá er bjórnum helt út í

- Náið upp Suðu aftur

- Kjöt í pottin og edik með

- Mallað í 90 mín eða þangað til að kjötið fellur í sundur

- Kjöt og lárviðarlauf veidd úr pottinum (reynið að halda sem mestum lauk í pottinum)

- Töfrasproti notaður til að blanda sósuna til hún er þykk of falleg

- Kjöt sett út í aftur og hitað upp í svona 10 mín á lágum hita.

- Svo bara njóta með til dæmis belgískum kartöflum (frönskum) eða kartöflustöppu
תגובות


bottom of page