top of page
  • Suðarinn

Belgískar Kartöflur!

Franskar kartöflur?!? Hvaða helvítis vitleysa! Auðvitað ætti að kalla þær Belgískar kartöflur! Djúpsteiktar kartöflur eru kallaðar franskar kartöflur eða French fries vegna misskilnings Amerískra hermanna í fyrri heimstyrjöldinni en einnig eru Frakkar og Belgar í milliríkjadeilum (eða svona næstum) um hver uppruni djúpsteiktu kartaflnanna er. Ég er auðvitað sammála Belgíska blaðamanninum Jo Gérard sem segir að hafa fundið gögn frá 1781 sem sannar það að kartöflur hafa verið djúpsteiktar í Belgíu um árið 1680 í Meuse dalnum sem var partur af Spænska-Hollandi sem í dag er Belgía. Fátækir íbúar á þessu svæði voru vanir því að renna eftir fisk í ánum í kring og steikja hann í feiti en þegar árnar frusu þá skáru húsfrúrnar kartöflur í líki fisks og djúpsteiktu þær til að líkja eftir fisknum. Þetta er líklegast fyrstu heimildir um djúpsteiktar kartöflur, þó það sé nú erfitt að trúa því að fátækt fólk árið 1680 hafi verið að nota mikið magn af olíu til að steikja sér franskar í líki fisks, þá ætla ég mér samt að trúa henni. Djúpsteiktar kartöflur eru Belgískar! (Frakkarnir eiga nóg)


Afhverju tala Bandaríkjamenn um French fries? eða við Íslendingar um Franskar kartöflur? ætli það komi ekki frá misskilningi sem ferðaðist með Amerískum hermönnum eftir fyrri heimstyrjöldina frá Belgíu yfir til Bandaríkjanna og loks ferðast yfir hafið til Íslands. Þegar herinn Bandaríski mætti til Belgíu í seinni heimstyrjöldinni þá fengu hermennirnir djúpsteiktar kartöflur og elskuðu þær og tóku uppskriftina yfir hafið en kölluðu djúpsteiktu kartöflurnar "French Fries" því að tungumál Belgísku hermannanna var Franska. Það má því færa fyrir því rök að franskar kartöflur ættu að kallast "Frönskumælandi kartöflur" eða "French-speaking potatoes"


Hvort djúpsteiktu kartöflurnar eru frá Frakklandi eða Belgíu þá eru þessar gullinbrúnu, stökku og dún mjúku kartöflur unaðslegar og mæli ég með að gera alvöru Belgískar kartöflur og njóta með til dæmis mæjónesi, djúpsteiktum fisk, Bláskel, hamborgurum, grísakinnum í bjórsósu, kebab og fyrir ykkur grænmetisætur þá er hægt að njóta með rifnum sveppum.Belgískar kartöflur (franskar)

- Kartöflu

- Steikingarolía

- salt


Aðferð

- Hitið djúpsteikingar pottinn í 140°c (Alls ekki fylla pottinn af olíu, einungis 2/3 af pottinum)

- Meðan olían hitnar, srkrællið skerið niður franskar í 5mm X 8mm

- Ef kartöflurnar eru sterkjumiklar þá er gott að leggja þær í kalt vatn í um klukkutíma, ef þær “blæða" mikið af hvítum vatnskenndum vökva þá eru þær sterkjumiklar

- Fyrsta suða 140°c þar til kartöflurnar eru næstum mjúkar í gegn

- Kælið kartöflurnar á eldhúspappír

- Hitið olíuna upp í 180°c - 190°c og fylgist með að þær verði gullinbrúnar og stökkar (ef þær eru sterkjumiklar þá munu þær taka lit snemma)

- Svo er um að gera að njóta með silkimjúku mæjonesi eða heimagerði kokteilsósu댓글


bottom of page