top of page
  • Suðarinn

Mæjónessudrulla

Mæjó, mayó, mæjóness, myonnaise, mayonnaise, Magnonnaise, bayonnaise eða mahonnaise er feitiupplausn eða vökvablanda þar sem annar vökvinn myndar örsvif í hinum vökvanum er sósa sem líklegast má rekja uppruna til Spánverja en það eru til ummerki um all-i-oli (hvítlaukur og olía) frá 14. öld. En árið 1756 ræðst hinn Franski Duke of Richelieu á hafnarbæinn Mahon á eyjunni Menorca (litla systir Ibiza). Með í för var kokkurinn hans og fann hann uppskriftina af all-i-oli og flutti hann uppskriftina með sér til Frakklands. Kokkurinn leyfði fyrirmönnum í Frakklandi að smakka á þessari undursamlegu sósu sem hann kallaði Mahonnaise ,í höfuðið á hafnarbænum, sem seinna átti eftir að breytast í Mayonnaise. Auðvitað eru ekki allir sammála þessari sögu því sumir telja að mayo sé komið af forn Franska orðinu moyeu sem þýðir eggjarauða og enn aðrir segja að við ættum ekkert að vera að tala um Mayonnaise heldur Magnonnaise sem er dregið af orðinu manier sem þýðir að hræra eða vinna sem á vel við og hef ég ákveðið að trúa seinustu sögunni. En hvað vitum við?


Jú við vitum af sögunni okkar sem byrjar árið 1960 í vinnustofu tilvonandi snyrtivöruframleiðandans Gunnars Jónssonar. Hann Gunnar eða Gunnars Majónes ætlaði svo sannarlega að fara í snyrtivöru framleiðslu og keypti til sín græjur sem hann ætlaði að nota en áttaði sig fljótt að líklegast væri rétta leiðin í veski landsmanna í gegnum magann fremur en hégómann. Hann ákvað því að framleiða Majónes og sagan segir að hann hafi nýtt sér snyrtivörugræjurnar í Majónessuframleiðsluna og þar hitti hann nú naglann á höfuðið enda er nú varla til Íslendingur sem ekki hefur smakkað brauðtertu sem hefur verið smurð í klessu með Gunnars Mæjónessudrullunni.


En þrátt fyrir að það sé auðvelt að nálgast ágætis Mayó í krukkum þá er gaman og ennþá betra að gera Mayonnaise heima hjá sér, það er nefninlega ekkert flókið eina sem þarf er æfing og nokkur hráefni en það kemur fljótt.

Uppskrift

- 3 eggjarauður

- 500ml (um það bil) bragðlitla olíu (td sólblóma eða jarðhnetu olíu)

- 1msk sterkt sinnep (Dijon)

- dass Edik

- salt pipar

- 6 dropar tabasco

- dass af sítrónu safa (valfrjálst)


Aðferð

- Setjið þrjár eggjarauður í skál

- Setjið msk sinnep í skál

- hrærið ágætlega vel saman

- Meðan hrært er bætið olíunni rólega saman við og hellið svo skarpar

- Þegar olían og eggin líta út eins og majónes setjið restina af innihaldinu og hrærið saman

- Ef majónesið er of þykkt þá má bæta msk til 2msk af vatni


Njótið svo með frönskum á beygluna, kúrekabauna kjúklinga réttinum eða notið í tartar sósu bara hverju sem er

Comments


bottom of page