top of page
Writer's pictureKristinn Guðmundsson

Hvað myndi Gísli Súrson fá sér í gogginn?

Updated: Jul 12, 2021


Eftir þrælskemmtilegt ferðalag í síðustu viku að Svalvogarvita þá höldum við ferðalaginu okkar áfram inn Dýrafjörðinn til baka á söguslóðir Gísla Súrsonar, Haukadal. Við Janus, þó aðalega ég, vorum ekki með kortin og dalina á hreinu þannig úr verður æsispennandi þáttur með allskyns klúðri og skemtilegheitum.


Í þættinum fabúlerum við um hvað Gísli Súrson hefði fengið sér á flóttanum sínum. Ég vill meina að hann hafi stolið sér hænu og gert djúpsteiktann kjúkling á unaðslegri vöfflu, hvað haldið þið?


Linkur á þátt: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/sod-i-dyrafirdi/31692/9e7k62


Uppskrift:


Vöfflur:

Ég ætla ekki að bjóða upp á uppskriftina sem er í þáttunum, heldur það býður mamma mín hún Hrafnhildur upp á þessa uppskrift MUHUUUN betri!


  • 1 egg

  • 100 gr smjör

  • 3 dl rjómi

  • 1,5 dl vatn

  • 1 tsk lyftiduft

  • 2 tsk vanilludropar

  • 3,5 dl hveiti

Aðferð

  • Bræðið smjörið og látið kólna

  • Blandið öllu öðru saman og svo smjörinu út í þegar það hefur kólnað

  • Ef það er nægur tími þá mæli ég með að gera degið kvöldinu áður og hafa það í kæli yfir nótt... mamma gerir það og þá ættir þú að gera það líka ;)

Djúpsteiktur kjúklingur

  • Kjúklingalæri (úrbeinuð)

  • hveiti

  • cayenne pipar (nóg af honum)

  • Svartur pipar

  • Salt

  • Chipotle pipar (ef þið finnið svoleiðis)

  • Súrmjólk / Ab mjólk (ekki frá MS, því fokk einokun)

  • Tabasco (eða önnur hot sósa)

Aðferð

  • Hitið djúpsteikingarpott í 190°c

  • Þerrið kjúklingalærin

  • Marinerið kjúklingalærin í súrmjólk og hot sósu yfir nótt í ískáp

  • Rétt fyrir eldun þá skellið þið vel af hveiti í skál ásamt cayenne pipar, svörtum pipar og chipotle pipar ef þið finnið (það má setja reykta papriku, sæta papriku, fennikku fræ, hvítlauksduft, laukduft og bara það sem ykkur dettur í hug en passa sig að setja nóg af öllu)

  • Þerrið kjúklingin saltið og piprið (en ekki þerra þau of vel)

  • Leggið lærin í hveitiblönduna (tvisvar ef þið eruð í stuði)

  • Þegar olían er orðin heit leggið þá kjúklingalærin í pottinn og djúpsteikið (þar til kjúklingurinn nær 82°c, eða um 10 mín)

  • Svo er bara að skella kjúklingnum á vöfflu og fá sér Kanadískt unaðs hlyns sýróp

  • Njótið






Comments


bottom of page